Sértæk þjónusta fyrir börn og ungmenni
Markmið Klettabæjar er að stuðla að jöfnum tækifærum barna og ungmenna til þátttöku og lífsgæða í samfélaginu.
Þjónusta Klettabæjar
Klettabær starfrækir sértæk búsetuúrræði til langs- og skamms tíma. Þá býður Klettabær upp á skammtímadvalir auk fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu í Náms- og starfssetri Klettabæjar (NOS og FNOS) og í Þjónustumiðstöð Klettabæjar.
Þjónustunotendur Klettabæjar eru aðallega börn og ungmenni með alvarlegan hegðunarvanda, geðraskanir og/eða þroskaraskanir og eftir atvikum vímuefnavanda eða sjálfsskaðandi hegðun. Mörg barnanna eiga jafnframt sögu um að beita ofbeldi eða viðhafa ögrandi hegðun. Í sumum tilvikum getur einnig verið um að ræða erfiðar heimilisaðstæður.
Búseta
Sértæk búsetuúrræði til langs- og skamms tíma
Þjónustan er einstaklingsmiðuð og lagt er upp með heimilislegt og hlýlegt andrúmsloft.
Lesa meiraSkammtímadvöl
Skammtímadvöl í öruggu umhverfi
Klettabær býður upp á reglulegar skammtímadvalir í öruggu umhverfi t.d. fastar helgar eða vikur. Ef aðstæður leyfa er möguleiki á bráðavistun.
Lesa meiraÞjónustumiðstöð
Þjónustan er sérsniðin að þörfum hvers einstaklings
Þjónustumiðstöð er yfirheiti yfir fjölbreytta starfsemi með áherslu á heildræna nálgun og sveigjanlega þjónustu.
Lesa meiraNOS
Náms- og starfssetur Klettabæjar
Náms- og starfssetrið (NOS) býður upp á náms- og atvinnutengd úrræði fyrir börn og ungmenni og starfar eftir hugmyndafræðinni um fjöláfalla- og tengslamiðaðan stuðning.
Lesa meiraFNOS
Starfsbraut F-NOS
Starfsbraut F-NOS býður upp á náms- og atvinnutengd úrræði fyrir ungmenni og starfar eftir hugmyndafræðinni um fjöláfalla- og tengslamiðaðan stuðning.
Lesa meira