Fjölbreytt starfsemi sem byggist á heildrænni nálgun og sveigjanlegri þjónustu

Í Þjónustumiðstöð Klettabæjar er fjölbreytt starfsemi sem býður upp á sveigjanlega þjónustu fyrir börn og ungmenni. Innan þjónustumiðstöðvarinnar er boðið upp á margs konar sértæka þjónustu sem er sérsniðin að þörfum hvers þjónustuþega.

Sækja um

Starfsemi Þjónó

Starfsemi Þjónó er fjölbreytt og skemmtileg. Hún veitir þjónustuþegum tækifæri til að taka þátt í starfi félagsmiðstöðva og upplifa sig sem hluta af heild.

Starfsfólk

Starfsemi þjónustumiðstöðvar er umfangsmikil og þar starfar frábær hópur starfsmanna sem hafa víðtæka reynslu af starfi með börnum og ungmennum með margþættan vanda.

Staðsetning

Klettabær starfrækir þjónustumiðstöð að Bæjarhrauni 22 í Hafnarfirði.

Úrræði og lausnir í málefnum barna og ungmenna

Þjónustumiðstöðin býður upp á margs konar úrræði og lausnir í málefnum barna og ungmenna. Þessar lausnir eru fjölbreyttar og geta falið í sér að vekja ungmenni og koma því í skólann, sækja ungmenni í skólann og bjóða upp á einstaklingsmiðaða virkni seinni part dags. Lengd viðveru, mönnun og virkni er metið út frá óskum verkkaupa og þjónustuþörf hvers ungmennis fyrir sig.

Sumarstarf

Einnig er sértækt sumarstarf og vinnuúrræði í boði yfir sumarið á meðan hefðbundið skólastarf er í fríi.

Ætluð öllum þjónustuþegum Klettabæjar

Þjónustumiðstöð Klettabæjar er fyrir börn og ungmenni með margþættan vanda. Þessi vandi getur verið félagsleg einangrun, einhverfa, ADHD taugaþroskaröskun, tengslavandi, þroskaskerðing, sjálfsskaði, geðraskanir, áhættuhegðun, tölvufíkn og hegðunarvandi.

Opnunartími

Þjónó er ætluð öllum þjónustuþegum Klettabæjar og er yfirleitt opin á kvöldin og um helgar.

Langar þig að vita meira um Þjónustumiðstöðina okkar?

Sendu okkur tölvupóst og við munum svara þér eins fljótt og við getum.

Hafa samband
Klettabær mini logo