Fjölbreytt starfsemi sem byggist á heildrænni nálgun og sveigjanlegri þjónustu
Í Þjónustumiðstöð Klettabæjar er fjölbreytt starfsemi sem býður upp á sveigjanlega þjónustu fyrir börn og ungmenni. Innan þjónustumiðstöðvarinnar er boðið upp á margs konar sértæka þjónustu sem er sérsniðin að þörfum hvers þjónustunotanda.
Starfsemi Þjónó
Starfsemi Þjónó er fjölbreytt og skemmtileg. Hún veitir þjónustunotendum tækifæri til að taka þátt í starfi félagsmiðstöðva og upplifa sig sem hluta af heild.
Starfsfólk
Starfsemi þjónustumiðstöðvar er umfangsmikil og þar starfar frábær hópur starfsmanna sem hafa víðtæka reynslu af starfi með börnum og ungmennum með margþættar stuðningsþarfir.
Umhverfið
Klettabær starfrækir þjónustumiðstöð að Bæjarhrauni 22 í Hafnarfirði. Lagt er upp með að hafa umhverfið hlýlegt þar sem þjónustunotendur upplifa öryggi.
Úrræði og lausnir í málefnum barna og ungmenna
Ætluð öllum þjónustunotendum Klettabæjar
Langar þig að vita meira um þjónustumiðstöðina okkar?
Sendu okkur tölvupóst og við svörum þér eins fljótt og við getum.