Klettabær hefur hlotið jafnlaunavottun
Klettabær hlaut á dögunum faggilta vottun á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 sem framkvæmd var af faggiltu skoðunarstofunni iCert ehf. og samhliða heimild Jafnréttisstofu til notkunar á jafnlaunamerkinu. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Klettabær starfrækir nú jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST 85:2012 sem nær til allra starfsmanna Klettabæjar. Með innleiðingu staðalsins hefur Klettabær komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist ávallt á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Stefna Klettabæjar í þessum efnum er að allt starfsfólk, óháð kyni, njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Jafnlaunastefna Klettabæjar er hluti af jafnréttisáætlun og er hún, ásamt jafnlaunastefnu félagsins, aðgengileg almenningi á vefsvæði Klettabæjar.