Opið hús og afmæli Klettabæjar í dag 1 apríl kl. 15:00 - 17:00
Við í Kettabæ viljum þakka ykkur kærlega fyrir samstarfið í vetur. Það er allt komið á fullt í undirbúningi fyrir sumar starfsemina hjá okkur. Við erum byrjuð að taka við umsóknum bæði í sumarstarfið og fyrir haustið 2026 t.d í NOS og FNOS skólaúrræði Klettabæjar, Þjónustumiðstöðina og Starfssetrið.
Klettabær á 7 ára afmæli þann 1. apríl næstkomandi. Í tilefni þess langar okkur að bjóða ykkur í opið hús og afmæliskaffi. Á þessum 7 árum hefur starfsemin stækkað og vaxið og sviðum innan Klettabæjar fjölgað.
Á opna húsinu munu Sigríður Hlíf Valdimarsdóttir sviðsstjóri Klettabæjar og Pétur Örn Svansson sálfræðingur Klettabæjar vera með stutta kynningu og fræðslu um hugmyndafræðina fjöláfalla- og tengslamiðaðan stuðning. Klettabær hefur frá upphafi sérhæft sig í fjölbreyttri þjónustu fyrir börn og ungmenni með fjölþættar áskoranir og unnið eftir ofangreindri hugmyndafræði.
Auk fræðslunar verða stuttar kynningar á þjónustusviðum Klettabæjar. Þá verður einnig hægt að skoða Starfssetrið, Þjónustumiðstöðina og bæði skólaúrræðin, þ.e grunnskóla- og framhaldsskólaúrræðin. Fagsvið Klettabæjar og stjórnendur á hverju sviði taka vel á móti ykkur í spjall, kaffi og léttar veitingar. Hlökkum til að taka á móti ykkur.
Klettabær
Þér er boðið á opið hús að Hringhellu 9a þriðjudaginn 1. apríl kl 15:00 - 17:00. Þar verður boðið upp á fræðslu, kynningar og léttar veitingar. Dagskrá hefst kl. 15:00
Hægt verður að kíkja í heimsókn á neðangreindar starfsstöðvar Klettabæjar frá kl. 16:00 - 17:00
- FNOS- Hringhella 9a, hfj
- NOS / Þjónusumiðstöð - Bæjarhraun 22 hfj
- Starfssetrið - Borgarhella 7 hfj
Kær kveðja,
Guðjón og Jóhanna