Starfsbraut F-NOS
Starfsbraut F-NOS er sérhæft einstaklingsmiðað nám að loknum grunnskóla ætlað nemendum með margþættar stuðningsþarfir.
Hornsteinar í okkar starfi
Félagsfærni
Lýðræði, mannréttindi og jafnrétti.
Heilsuvitund
Heilbrigði, velferð, sjálfbærni.
Starfsþjálfun
Vinnufærni og innsýn í hvar áhugasvið og styrkleikar liggja.
Sköpun
Forvitni, athafnaþrá, efling ímyndunarafls og gagnrýninnar hugsunar.
Hugmyndafræði og markmið
Markmið náms og kennslu
Að stuðla að alhliða þroska nemandans.
- Gera sér grein fyrir eigin styrk- og veikleikum.
- Taka upplýstar ákvarðanir er varða líf sitt.
- Lifa eins sjálfstæðu lífi og mögulegt er.
- Skilja mikilvægi þess að neyta hollrar fæðu og stunda reglulega hreyfingu.
- Gera sér grein fyrir eigin fjárhag og meðferð fjármuna.
Einstaklingsmiðuð námstækifæri.
Efla sjálfstraust, sjálfstæði og samskiptahæfni til daglegra athafna.
Tækifæri til að tengja saman nám og starf í Starfssetri Klettabæjar og/eða á vinnustað og öðlast vinnufærni eftir því sem kostur er.
Veita nemendum reynslu, þekkingu og færni sem nýtist þeim í daglegu lífi.
Auka möguleika til áframhaldandi náms við hæfi og/eða þátttöku á vinnumarkaði á sínum forsendum.
Viltu kynna þér málið?
Sendu okkur tölvupóst og við svörum þér eins fljótt og við getum.