Sérhæfð þjónusta fyrir börn og ungmenni með fjölþættar stuðningsþarfir
Miðað er að því að mæta hverjum og einum einstakling út frá þeirra þörfum og bjóða upp á eins þroskavænlegt og heimilislegt umhverfi og mögulegt er. Klettabær starfar eftir hugmyndafræðinni um fjöláfalla- og tengslamiðaðan stuðning.
Einstaklingsbundin þjónustuáætlun
Í upphafi er sett upp einstaklingsbundin þjónustuáætlun í samstarfi við málsaðila. Þjónustunotendur eru mikilvægustu aðilar þeirrar vinnu og tekur þátttaka þeirra og samvinna mið af þroska, aldri og aðstæðum hverju sinni.
Réttindi þjónustunotenda
Í öllu okkar starfi höfum við Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna auk allra gildandi íslenskra laga og reglugerða að leiðarljósi.
Markmið
Markmið okkar er hlúa að þeim mikilvægu verkefnum sem okkur er treyst fyrir og þróa starfsemina enn frekar í samráði og samstarfi við málsaðila og í samræmi við þá þörf sem er í samfélaginu.
Hugmyndafræði Klettabæjar
Skilja hegðun í tengslamiðuðu samhengi
Vilt þú vita meira um starfsemi Klettabæjar?
Sendu okkur tölvupóst og við svörum þér eins fljótt og við getum.