Klettabær tekur þátt í #ÉGLOFA vitundarvakningu Barnaheilla
Í Klettabæ vinnum við með börnum og ungmennum. Við tökum þátt í #ÉGLOFA vitundarvakningu Barnaheilla til stuðnings baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Við gefum litla fingurs loforð og á sama tíma hvetjum aðra til að gera hið sama.
Við hjá Klettabæ ætlum m.a. að:
- Fræða starfsfólk okkar
- Hafa skýrar og sýnilegar verklagsreglur um vernd barna
- Vera vakandi fyrir því sem er ekki sagt og lesa í hegðun
- Tala við börnin um mörk, öryggi og þeirra rétti til að segja nei og segja frá
Við vitum að það skiptir máli að hlusta, ekki bara með eyrunum, heldur líka með hjartanu. Þögnin verndar ekki – en við getum það.