Sérhæfð þjónusta fyrir börn og ungmenni með margþættan vanda

Miðað er að því að mæta hverjum og einum einstakling út frá þeirra þörfum og með því að bjóða upp á eins þroskavænlegt umhverfi og mögulegt er hverju sinni. Við störfum eftir hugmyndafræðinni tengslamyndandi nálgun.

Hafa samband

Einstaklingsbundin þjónustuáætlun

Í upphafi er sett upp einstaklingsbundin þjónustuáætlun í samstarfi við málsaðila og eru þjónustuþegar mikilvægustu aðilar þeirrar vinnu og tekur þátttaka þeirra og samvinna mið af þroska, aldri og aðstæðum hverju sinni.

Réttindi þjónustuþega

Í öllu okkar starfi höfum við samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, barnasáttmála sameinuðu þjóðanna auk barnaverndarlaganna að leiðaljósi.

Markmið

Markmið okkar er hlúa að þeim mikilvægu verkefnum sem okkur er treyst fyrir og þróa starfsemina enn frekar í samráði og samstarfi við málsaðila, verkkaupa og miðað við þá þörf sem er í samfélaginu.

Hugmyndafræði Klettabæjar

Tengslamyndandi nálgun byggir á fræðum og rannsóknum á tengslum, áföllum, taugavísindum og þroska barna. En það felst meðal annars í því að kröfur á barnið fari ekki fram úr forsendum þess, stuðla að jákvæðum þroska með sífelldri „fínstillingu” að „hér og nú” þörfum barnsins. Til þess að geta það þarf starfsfólk að fá þekkingu, reynslu, færni, þjálfun og  hafa  einlæga löngun til að verða að liði. Með því er auðveldara fyrir starfsfólk að „skyggnast á bak við‟ hér og nú hegðun barnsins og aukast þá líkur á að þörfum barnsins sé mætt á þroskavænlegan máta.

Skilningur á orsökum tengslavandans

Mikilvægt að hafa skilning á orsökum tengslavandans það dregur úr líkum á nota  uppeldisaðferðir sem gagnast ekki eða valda barninu áframhaldandi skaða (e. retraumatizering).

Skilja hegðun í tengslamiðuðu samhengi

Við leitumst við að geta sem oftast veitt barninu öryggi, traust, festu og ramma. Ná sem oftast að skilja hegðunina í tengslamiðuðu samhengi. Með því aukast mjög líkur á að barnið læri að ráða betur við tilfinningar sínar og hegðun. Ásamt því að koma fram af vinsemd, virðingu og yfirvegun í krefjandi aðstæðum. Í daglegri vinnu er einnig stuðst við atferlisfræði og notast við dagssamninga, sjónrænt skipulag, þrepakerfi, litakerfi o.fl. í samræmi við þarfir hvers og eins þjónustuþega.

Stuðningur

Tengslamiðaður stuðningur snýr að orsökum vandans. Markmiðið er að einstaklingurinn nái að þroskast með því að hjálpa honum að verða öruggari, tengdari og tilfinningalega stöðugri.

Glódís Brá Alfreðsdóttir, Ráðgjafi

“Klettabær er fyrst og fremst vinnustaður sem einkennist af mikilli samheldni og jákvæðni.”

Starfsfólk

Sækja um búsetuúrræði

Klettabær ehf. starfrækir sértæk búsetuúrræði til langs- og skamms tíma.

Sækja um
Klettabær mini logo