Klettabær hlýtur styrk fyrir æskulýðsverkefni Erasmus+

Klettabær hlýtur styrk fyrir æskulýðsverkefni Erasmus+

Stjórnendur Klettabæjar fóru í námsferð til Kaupmannahafnar með styrk frá Erasmus+ á Íslandi. Til upplýsinga sjá nánari upplýsingar hér: https://www.erasmusplus.is/

 

Sóttu stjórnendur námskeið þar sem fjallað var um í hvernig taugakerfi barna virkar, kynnt voru verkfæri til að vita hvernig hjálpa eigi barni ef taugakerfið er í yfirvinnu og hvernig við saman getum hjálpað börnum að líða betur. Sú sem hélt námskeiðið var Pernilla Thompsen, hún er menntaður sjúkraþjálfi með meistarapróf í heilbrigðisuppeldi. Hún er m.a. lektor við Háskólann í Kaupmannahöfn þar sem hún hefur yfirumsjón með handleiðslunámi fyrir þá sem eru að vinna með börnum með hátt streitustig. Pernilla er einnig með sína eigin klinik þar sem koma m.a. börn sem eru með hátt streitustig, einhverfu, ADHD, kvíða og átraskanir. Hún hefur gefið út nokkrar bækur um börn sem eru há í streitu og fyrir börn sem eru með hátt steitustig. Nýjasta bókin hennar heitir  „Þegar taugakerfið er í yfirvinnu“ og er metsölubók. Hún hefur verið gefin út bæði á ensku og dönsku.

Auk þessa sóttu stjórnendur fræðslur og vinnustofur. 

 

Mikil ánægja var með námskeiðið og fræðslurnar og komu starfsmenn heim uppfullir af reynslu og með góð ráð í farteskinu.

Klettabær mini logo