Mannauðsstefna

Mannauðsstefna Klettabæjar leggur áherlsur á að móta góðan og traustan vinnustað og er það sameiginleg ábyrgð allra starfsmanna að fylgja henni eftir í sínum störfum. Byggja upp öfluga liðsheild og samskipti sem einkennast af trausti, heilindum og gagnkvæmri virðingu. 

Ráðningar 

Hjá Klettabæ er staðið faglega að ráðningu nýs starfsfólks og er ávalt leitast við að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið þar sem horft er til hæfni, reynslu, menntunar og áhuga á því starfsumhverfi sem Klettabær starfar innan. Tillit er tekið til jafnréttissjónarmiða við ráðningar og fyllsta hlutleysis gætt hvað varðar kyn, aldur, þjóðerni og trúarbragða. Við nýráðningar í starf hjá Klettabæ er lögð áhersla á að leita innanhús eftir starfskrafti og gefa starfsfólki tækifæri á að vaxa í starfi. 

Öflugir leiðtogar

Lögð er áhersla á að velja öfluga leiðtoga í stjórnunarstöður sem ganga á undan með góðu fordæmi og hafa metnað og færni til að vinna að verkefnum og framtíðarsýn Klettabæjar. Leiðtogar gegna lykilhlutverki við að efla og viðhalda traustu sambandi við starfsfólk sitt, t.d með markvissri leiðsögn, formlegri og óformlegri endurgjöf til starfsmanna og miðla upplýsingum.  Taka á málum af öryggi og festu, sýna frumkvæði, jafningjarstuðning og leggja áherslu á góða og árangursríka samvinnu. Tryggja að ábyrgðarsvið starfsfólks sé skýrt og því treyst til að sinna verkefnum sínum af heilindum og fagmennsku. 

Heilsa og vellíðan í starfi

Klettabæ er umhugað um heilsu og velferð starfsmanna sinna og leggur áherlsu á að stuðla að heilbrigðu og jákvæðu starfsumhverfi. Heilsa og lífsgæði starfsmanna er gríðarlega mikilvæg og hefur mikil áhrif á störf okkar bæði gagnvart þjónustunotendum og samstarfsfólki. Starfsfólk er hvatt til að huga vel að eigin heilsu með því að stunda heilbrigt líferni sem og huga að velferð samstarfsfólks. Einelti, ofbeldi og kynferðisleg áreitni skal undir engum kringumstæðum líða og ber starfsfólk sameiginlega ábyrgð á að tilkynna um slíkt verði það vitni að því, hvort sem um ræðir líkamlegt, orðbundið eða táknrænt, sbr. stefnu Klettabæjar.

Sterk liðsheild

Klettabær leggur áherslu á menningu þar sem rými til að læra og efla sig í starfi er til staðar og uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti eru ríkjandi. Mikilvægt er að starfsmenn hafi umboð til athafna, fái hrós og endurgjöf, upplýsingagjöf sé góð og tækifæri til að taka þátt í verkefnum og þróun Klettabæjar sé til staðar.​

Lögð er áhersla á menningu sem hvetur til árangurs sem einkennist af fagmennsku og skilvirkum vinnubröðugm til að tryggja markvissa og góða ákvörðunartöku. Starfsemi Klettabæjar er stöðugt í þróun og hefur starfsfólk tækifæri til að hafa áhrif á mótun starfsumhverfisins. Gerð er sú krafa til starfsmanna að þeir sýni frumkvæði og taki þátt í að skapa bestu liðsheildina og þannig gera Klettabæ að eftirsóknaverðum vinnustað. ​

Klettabær leggur áherlsu á að efla vinnustaðamenningu sem styður við frumkvæði og framsækni starfsfólks, gagnrýna hugsun og vilja til að gera sífellt betur.

Fræðsla og starfsþróun

Markviss nýliðaþjálfun er lykillinn í því að stytta þann tíma sem það tekur nýjan starfsmann að ná fullum afköstum. Fyrstu kynni geta mótað viðhorf þeirra til langs tíma og er því mikilvægt að skapa jákvæð tengsl við vinnustaðinn frá upphafi. ​

Starfsfólk öðlast þekkingu og færni í þeim verkefnum sem þau sinna, með góðri nýliðafræðslu og þjálfun, reglulegri endurgjöf bæði óformlegri og formlegri og annarra námskeiða sem eru í boði hverju sinni​

Áhersla er lögð á starfsþróun og eru fjölbreytt tækifæri í boði fyrir starfsmenn til að vaxa og þróast í starfi. Starfsþróun getur verið af ýmsum toga, t.d. getur hún falist í fræðslu og þjálfun, nýjum verkefnum eða aukinni ábyrgð. Það er á ábyrgð starfsmanna að sýna frumkvæði og metnað til að þróast í starfi og takast á við nýjar áskoranir. ​

Uppbyggjandi og markviss endurgjöf er forsenda þess að starfsmenn geti bætt sig og gerir starfsþróun markvissari. Starfsmenn og stjórnendur bera sameiginlega ábyrgð á því að frammistaða sé rædd reglulega. Starfsfólk er hvatt til að miðla sinni þekkingu áfram í sínu starfi ​

Grunnurinn að öflugu og fjölbreyttu fræðslustarfi er markviss þarfagreining. Notast er við niðurstöður úr starfsmannasamtölum og púlsmælingum þegar fræðsluþörf er metin. ​

Klettabær leggur áherslu á að starfsmenn auki verðmæti sitt á vinnumarkaði á meðan þeir starfa hjá fyrirtækinu

Jafnrétti

Ávallt skal gæta jafnréttissjónarmiða þar sem markmiðið er að stuðla að jöfnun tækifærum, sbr. Jafnréttistefnu Klettabæjar. Allt starfsfólk skal metið að verðleikum og búa við sömu tækifæri óháð kyni, aldri, þjóðerni og trúarbrögðum. Þó þarf að hafa til hliðsjónar stöðu úrræða, þar með ef gild rök mæla með því að einstaklingur af ákveðnu kyni er ráðinn er það heimilt samkvæmt 24 gr. laga nr. 10/2008.​

Mannauðsstefna byggir á gildum og heildarstefnu Klettabæjar

Klettabær mini logo