Mannauðsstefna
Hjá Klettabæ starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsmanna. Unnið er sameiginlega eftir þeirri stefnu að skapa áhugaverðan og umhyggjusaman vinnustað, þar sem lögð er áhersla á ánægju starfsfólks og jákvæða líðan. Ekki síst umhverfi þar sem starfsfólk og þjónustuþegar finni til öryggis. Umhverfi þar sem lögð er áhersla á þroska starfsfólks og þjónustuþega. Til að ná settu markmiði settum við okkur metnaðarfulla mannauðsstefnu sem byggir á gildunum okkar fimm, ástríða, heilindi, umhyggja, gleði og vandvirkni.
Tilgangur og markmið
Starfsfólk Klettabæjar eru mikilvægasta auðlind fyrirtækisins og lykilþáttur í góðum árangri. Markmið mannauðsstefnu Klettabæjar er að skapa eftirsóknaverðan vinnustað þar sem áherlsa er lögð á umhyggju, gleði og jákvæða líðan sem skilar sér í ánægju starfsfólks. Að hæfni og þekking starfsfólks nýtist í starfi og að allir hafi tækifæri til að þroskast bæði persónulega og fagleglega.
Megin áherslur
Mannauðsstefna Klettabæjar leggur áherslur á að móta góðan og traustan vinnustað og er það sameiginleg ábyrgð allra starfsmanna að fylgja henni eftir í sínum störfum. Byggja upp öfluga liðsheild og samskipti sem einkennast af trausti, heilindum og gagnkvæmri virðingu.
* Að leitast ávalt við að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið þar sem horft er til hæfni, reynslu, menntunar og áhuga á starfsumhverfi Klettabæjar
* Að starfsfólk fái öfluga fræðslu og þjálfun, viðhaldi og bæti við þekkingu sína og miðli henni áfram til samstarfsfólks
* Að starfsumhverfið styðji við andlega og líkamlega vellíðan
* Áherlsa á lærdómsmenningu þar sem rými til að læra og efla sig í starfi er til staðar og uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti eru ríkjandi
* Að jafnréttissjónarmið eru ávalt höfð að leiðarljósi
