Vinnustaðurinn

Hjá Klettabæ starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsmanna. Unnið er sameiginlega eftir þeirri stefnu að skapa áhugaverðan og umhyggjusaman vinnustað, þar sem lögð er áhersla á ánægju starfsfólks og jákvæða líðan. Ekki síst umhverfi þar sem starfsfólk og þjónustuþegar finni til öryggis. Umhverfi þar sem lögð er áhersla á þroska starfsfólks og þjónustuþega. Til að ná settu markmiði settum við okkur metnaðarfulla mannauðsstefnu sem byggir á gildunum okkar fimm, ástríða, heilindi, umhyggja, gleði og vandvirkni.

Mannauðsstefna

Ráðningar

Hjá Klettabæ er staðið faglega að ráðningu nýs starfsfólks.  Rík áhersla er lögð á að  ráða hæfasta starfsfólkið hverju sinni. Mikil ábyrgð fylgir starfi hjá Klettabæ og því er mikilvægt að þeir sem ráðnir eru hafi færni, hæfni og áhuga á því starfsumhverfi sem Klettabær starfar innan.

Móttaka nýs starfsfólks

Klettabær leggur áherslu á að taka vel á móti nýju starfsfólki og þannig stuðla að jákvæðri upplifun starfsfólks.  Það er gert með því að standa vel að ráðningum, kynningu á Klettabæ og móttöku nýliða og fræðslu til þeirra. 

Starfsþróun og fræðsla

Gerðar eru skýrar kröfur til starfsfólks um færni þeirra og fagmennsku í starfi. Áhersla er á að starfsfólk hafi rétt viðhorf og rétta færni í starfi.  Þegar leit hefst í störf innan Klettabæjar, er horft til þess hvort að núverandi starfsfólk búi yfir þeirri hæfni, getu og áhuga til þess að sinna skilgreindu starfi.

Vinnuvernd og heilsa

Klettabær reynir að fremstu megni að stuðla að heilbrigðu og öruggu vinnuumhverfi. Mikilvægt er að huga að vellíðan starfsmanna og skal vinnuumhverfi vera laust við hættulega hluti og efni eins og kostur er. 

Samskipti og upplýsingaflæði

Reynt er eftir fremsta megni að stuðla að því að öll úrræði Klettabæjar vinni saman sem ein heild og skipta þar góð samskipti og upplýsingaflæði miklu máli. Til að tryggja gott upplýsingaflæði eru reglulega haldnir starfsmannafundir, auk þess sem notast er við samskiptaforritið Microsoft Teams og tölvupóst en allir starfsmenn fá aðgang að netfangi hjá Klettabæ þegar þeir hefja störf.

Jafnrétti

Klettabær hefur það að markmiði að stuðla að jöfnun tækifærum, og tillit er tekið til jafnréttissjónarmiða í þeim efnum. Meðal annars er stuðlað að jöfnun tækifærum óháð kyni, aldri, þjóðerni og trúarbrögðum. 

Langar þig að starfa hjá Klettabæ?

Sækja um starf
Klettabær mini logo