Náms- og starfssetur Klettabæjar

NOS (Náms og starfssetrið) er skólaúrræði Klettabæjar sem starfar eftir hugmyndafræði tengslamyndandi nálgunar. Miðað er að því að mæta hverjum og einum einstaklings út frá þeirra þörfum og með því að bjóða upp á eins þroskavænlegt námsumhverfi og hægt er.

Sækja um

Námið

Námið er einstaklingsmiðað þar sem unnið er með atferlismótun.

Nemandinn

Miðað er að því að mæta nemanda þar sem hann er staddur hverju sinni. Horft er til áhugasviða hans og reynt að innleiða það inn í faggreinar.

Námsgögn og tæki

Námsefni gefið út af Menntamálastofnun, af skólavefnum og Khan Academy (stærðfræði og enska). Námstæki sem notast er við eru m.a. iPad og fartölvur.

Hugmyndafræði og markmið

Unnið er með atferlismótun í skólastarfinu. Það er mikilvægt fyrir barnið/ungmennið að starfsfólk skilji hegðun þess og hafi næga þekkingu og færni til að bregðast rétt við og setja raunhæfar kröfur.

Kennslan miðast fyrst og fremst við að styrkja sjálfsmynd nemenda og gera þá hæfari í að takast á við áskoranir sem þeir mæta í daglegu lífi. Stuðst er við ART (Aggression Replacement Training), þar sem unnið er markvisst af því að styrkja félagsfærni, sjálfstjórn og siðferði nemenda. Einnig verður unnið á margvíslegan hátt við að efla hugrekki, forvitni, seiglu, núvitund og leiðtogahæfni nemenda.

Helstu námsaðferðir

Einstaklingsmiðað nám, verkefna -/lausna miðað nám (project/problem based learning), gagnvirkar æfingar og sýnikennsla – og hlutverkaleikir.

Langar þig að vita meira?

Sendu okkur tölvupóst og við munum svara þér eins fljótt og við getum.

Hafa samband
Klettabær mini logo