Mannauðsstefna

Mannauðsstefna Klettabæjar styður heildarstefnu félagsins og byggir á eftirfarandi gildum, ástríða, heilindi, umhyggja, gleði og vandvirkni.

Ráðningar 

Hjá Klettabæ er staðið faglega að ráðningu nýs starfsfólks.  Rík áhersla er lögð á að  ráða hæfasta starfsfólkið hverju sinni. Mikil ábyrgð fylgir starfi hjá Klettabæ og því er mikilvægt að þeir sem ráðnir eru hafi færni, hæfni og áhuga á því starfsumhverfi sem Klettabær starfar innan. Tillit er tekið til jafnréttissjónarmiða við ráðningar og fyllsta hlutleysis gætt hvað varðar kyn, aldur, þjóðerni og trúarbragða. Við nýráðningar í starf hjá Klettabæ er lögð áhersla á að leita innanhús eftir starfskrafti og gefa því fólki tækifæri á að sækja um tiltekið starf og þannig vaxa í starfi.

Móttaka nýs starfsfólks

Klettabær leggur áherslu á að taka vel á móti nýju starfsfólki og þannig stuðla að jákvæðri upplifun starfsfólks.  Það er gert með því að standa vel að ráðningum, kynningu á Klettabæ og móttöku nýliða og fræðslu til þeirra.  Starfsfólk fær kynningu á starfsemi fyrirtækisins en ekki síður á hugmyndafræðinni um tengslamyndandi nálgun, mikilvægum öryggisatriðum og þeim ferlum sem starfsfólk bera að vinna eftir.

Starfsþróun og fræðsla

Gerðar eru skýrar kröfur til starfsfólks um færni þeirra og fagmennsku í starfi. Áhersla er á að starfsfólk hafi rétt viðhorf og rétta færni í starfi.  Þegar leit hefst í störf innan Klettabæjar, er horft til þess hvort að núverandi starfsfólk búi yfir þeirri hæfni, getu og áhuga til þess að sinna skilgreindu starfi. Reynslan hefur sýnt okkur að það hefur ýtt undir aukna starfsánægju og skuldbindingu og stuðlað að enn sterkari liðsheild. Þar að auki fær starfsfólk því traust til að vaxa og dafna í starfi.

Starfsþróun og fræðsla er á ábyrgð starfsfólks og stjórnanda og er m.a. sinnt með þátttöku starfsfólks í starfsmannasamtölum, með símenntun og samvinnu. Sérstök áhersla er lögð á að nýir starfsmenn sæki námskeið í skyndihjálp, valdbeitingu auk öryggisfræðslu á vegum Klettabæjar. Klettabær býður upp á slík námskeið á sérstökum námskeiðsdögum sem eru kynntir með fyrirvara fyrir starfsmenn.  

Vinnuvernd og heilsa

Klettabær reynir að fremstu megni að stuðla að heilbrigðu og öruggu vinnuumhverfi. Mikilvægt er að huga að vellíðan starfsmanna og skal vinnuumhverfi vera laust við hættulega hluti og efni eins og kostur er. Starfsfólk þarf að einnig fylgja kröfum sem gerðar eru um öryggi í starfi.

Þegar litið er til yfirvinnu er passað að halda henni innan eðlilegra marka.  

Samskipti og upplýsingaflæði

Reynt er eftir fremsta megni að stuðla að því að öll úrræði Klettabæjar vinni saman sem ein heild og skipta þar góð samskipti og upplýsingaflæði miklu máli. Til að tryggja gott upplýsingaflæði eru reglulega haldnir starfsmannafundir, auk þess sem notast er við samskiptaforritið Microsoft Teams og tölvupóst en allir starfsmenn fá aðgang að netfangi hjá Klettabæ þegar þeir hefja störf. Lögð er áhersla á að allir starfsmenn séu vel upplýstir um skipulag og markmið vinnustaðarins.

Jafnrétti

Klettabær hefur það að markmiði að stuðla að jöfnun tækifærum, og tillit er tekið til jafnréttissjónarmiða í þeim efnum. Meðal annars er stuðlað að jöfnun tækifærum óháð kyni, aldri, þjóðerni og trúarbrögðum. Þó þarf að hafa til hliðsjónar stöðu úrræða, þar með ef gild rök mæla með því að einstaklingur af ákveðnu kyni er ráðinn er það heimilt samkvæmt 24 gr. laga nr. 10/2008.

Klettabær mini logo