Jafnlaunastefna Klettabæjar

Klettabær ehf. (hér eftir Klettabær) fylgir ákvæðum laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Það er stefna Klettabæjar að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara og réttinda fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá félaginu. Jafnlaunastefna þessi er órjúfanlegur hluti af launastefnu félagsins.

Klettabær fylgir öllum viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma. Laun starfsmanna Klettabæjar eiga að endurspegla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra um þekkingu, hæfni, reynslu og ábyrgð til að sinna starfinu.

Til þess að framfylgja jafnlaunastefnu sinni skuldbindur Klettabær sig til að viðhalda og rýna jafnlaunakerfi félagsins sem byggir á íslenska jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Með jafnlaunakerfinu á það að vera tryggt að launaákvarðanir séu byggðar á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér beina eða óbeina mismunun vegna kyns eða annarra ómálefnalegra sjónarmiða. Með innleiðingu jafnlaunakerfis gildir ákveðið verklag við launaákvarðanir sem tryggja á jafnrétti, stöðugar umbætur og viðbrögð sem felast í leiðréttingu kynbundins launamunar, komi hann í ljós.

Starfsmenn geta fengið launasamtal einu sinni á ári. Í kjölfarið eru laun starfsmanna skoðuð út frá hæfniviðmiðum jafnlaunakerfis, s.s. frammistöðu og hæfni viðkomandi. Ef tilefni er til þess að endurskoða laun tiltekins starfsmanns skal það gert með samþykki og í samráði við mannauðsdeild.

• Að setja fram jafnlaunamarkmið og jafnlaunastefnu og kynna fyrir starfsfólki Klettabæjar.

• Að gera innri úttekt á jafnlaunakerfinu til að tryggja gæði jafnlaunakerfisins.

• Að fá ytri úttekt á jafnlaunakerfinu og launagreiningu til að greina hvort um kynbundinn launamun sé að ræða. Komi hann í ljós skal hann leiðréttur.

• Að birta stefnuna á innri og ytri vef Klettabæjar (Teams og heimasíða Klettabæjar).

Mannauðsstjóri ber ábyrgð á skjalfestingu, innleiðingu og framkvæmd stefnunnar ásamt því að sjá til þess að stefnunni sé viðhaldið og að hún sé endurskoðuð árlega af framkvæmdastjórum félagsins. Jafnframt skal mannauðsstjóri aðstoða stjórnendur Klettabæjar við að tryggja að kröfum laga sem og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé mætt. 

 

samþykkt: janúar 2021.
Uppfært: febrúar 2022.
Síðast uppfært: janúar 2023.

Klettabær mini logo