Hvíldardvöl fyrir börn og ungmenni í öruggu umhverfi
Klettabær er með nokkur úrræði sem býður upp á skammtímadvalir eða fastar hvíldardvalir. Hægt er að fá reglulega hvíldardvöl t.d. fastar helgar eða vikur. Ef aðstæður leyfa þá er möguleiki á bráðavistun.
Skammtímadvalir eða fastar hvíldardvalir
Klettabær er með nokkur húsnæði þar sem boðið er upp á skammtímadvalir eða fastar hvíldardvalir fyrir börn og ungmenni.
Skipulagðar og reglulegar hvíldardvalir
Möguleiki er á að hafa skipulagðar og reglulegar hvíldardvalir t.d. fastar helgar eða vikur í mánuði.
Börn og ungmenni í öruggu umhverfi
Markmið með hvíldardvöl er að veita börnum og ungmennum með margþættan vanda dvöl í öruggu umhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra. Þeim er gefin kostur á afþreyingu, tómstundum og tilbreytingu. Ef um reglulega dvöl er að ræða er unnið eftir markmiðum þjónustuáætlunar eins og t.d. að rjúfa félagslega einangrun, efla félagsfærni, vinna með reiðistjórnun og sjálfsstyrkingu. Einnig er markmiðið að létta á heimilum og gefa foreldrum/ forsjáraðilum tækifæri að fá reglulega hvíld.
Bráðavistun
Klettabær skoðar möguleikann á bráðavistun og reynir eftir fremsta megni að verða að liði í neyðartilvikum. Í þeim tilfellum þar sem bregðast þarf skjótt við er það háð húsakosti og lausum starfsmönnum hverju sinni.



Viltu kynna þér málið?
Sendu okkur mail og við svörum þér eins fljótt og við getum