Starfsmenn ljúka ART námskeiði

Starfsmenn ljúka ART námskeiði

Hópur starfsmanna í Klettabæ lauk nýlega ART námskeiði á vegum ART-teymisins á Suðurlandi. Í framhaldi tók við 12 vikna þjálfun þar sem þátttakendur kenna ART þrisvar í viku. Bætast þeir þá í hópinn með útskrifuðum ART þjálfurum sem starfa nú í Klettabæ.

ART stendur fyrir Aggression Replacement Training og miðar að því að draga úr og fyrirbyggja óæskilega hegðun með því að kenna félagsvæna hegðun. ART tekur til hegðunar, hugsunar og tilfinninga og byggir á lögmálum hugrænnar atferlismeðferðar. Þjálfuð er félagsfærni (Skillstreaming), reiðistjórnun (Anger Control Training) og umræða um siðferðileg álitamál (Moral Reasoning).

Það er vissulega ekki nýjung að slíkir þættir séu þjálfaðir en innleiðsla ART tryggir kerfisbundnari og samræmdari vinnubrögð. ART höfðar hnitmiðað til helstu áhættuþátta hegðunar og eykur hæfni ungmenna í að hugsa um og takast á við aðstæður sem geta leitt þau í vandræði og átta sig á hvaða tilfinningar fylgja því. Reynt er að breyta andfélagslegum gildum og viðhorfum, draga úr óæskilegum jafningjatengslum, auka sjálfstjórn og styðja við samskipti.

Klettabær mini logo