Klettabær hlýtur endurvottun á jafnlaunakerfi sitt allt til ársins 2027

Klettabær hlýtur endurvottun á jafnlaunakerfi sitt allt til ársins 2027

Það er gaman að segja frá því að Klettabær hlaut endurvottun á jafnlaunakerfi sitt allt til ársins 2027 í þessum mánuði. Það var Icert sem er faggild vottunarstofa sem tók jafnlaunakerfi Klettabæjar út og hefur Klettabær nú fengið senda heimild frá Jafnréttisstofu til notkunar á nýja jafnlaunamerkinu.

Klettabær hlaut fyrst jafnlaunavottun í janúar árið 2021 og síðar stóðst félagið viðhaldsúttekt bæði í janúar 2022 og janúar 2023. Var markmiðið fyrir árið 2023 að halda áfram kynbundnum launamun undir 1%.

Niðurstaða jafnlaunagreiningarinnar sem framkvæmd var janúar s.l. var að kynbundinn launamunur hjá Klettabæ er 0,22% konum í vil og er betri niðurstaða en í fyrra. Markmiði Klettabæjar fyrir þetta ár var því náð. Þessi litli launamunur telst ekki marktækur og gaf niðurstaðan því til kynna að óútskýrður launamunur kynjanna væri ekki til staðar hjá félaginu.

Það eru Axel Guðmundsson mannauðsstjóri og Silja Katrín Agnarsdóttir yfirlögfræðingur sem hafa yfirumsjón með jafnlaunakerfinu og tóku þátt í úttektinni f.h. Klettabæjar.

Klettabær mini logo