Búsetuúrræði til langs- og skamms tíma.

Klettabær býður upp á einstaklingsbundin búsetuúrræði þar sem unnið er eftir hugmyndafræðinni um tengslamyndandi nálgun. Þá er m.a. notað atferlismótandi kerfi sem er sérsniðið að einstaklingnum og byggt upp dagsskipulag með áherslu á rútínu, virkni og félagsfærniþjálfun. 

Sækja um

Markmið og nálgun

Lögð er áhersla á að efla félagsfærni, sjálfsstjórn og styðja þjónustuþegan í því að nýta hæfni sína og taka þátt í daglegu lífi með leiðsögn frá starfsmönnum Klettabæjar. Markmiðið er að veita einstaklingnum þjálfun í atferli daglegs lífs, auka sjálfstæði þeirra og gefa þeim tækifæri á bættum lífsgæðum og auknum tækifærum. 

Teymisvinna

Fagteymi Klettabæjar kemur að öllum málum og sér um að veita stjórnendum og starfsmönnum reglulega handleiðslu og setja upp áætlun í samræmi við þarfir þjónustuþega. Mikilvægt er að það sé teymi utan um mál hvers þjónustuþega þar sem allir lykilaðilar í málefnum hans koma reglulega saman og fara yfir stöðuna. Þannig tryggjum við að þjónustan sé heildræn og fagleg. 

Umhverfið

Umhverfið er heimilislegt og er lagt upp með að þjónustuþegi upplifi öryggi og hlýju.

Ætluð börnum og ungmennum með margþættan vanda

Í Klettabæ eru í dag starfrækt fjöldi búsetuúrræða, að auki þjónustumiðstöð ætluð börnum og ungmennum með margþættan vanda. Unnið er eftir hugmyndafræðinni tengslamyndandi nálgun. Þá er m.a. notað atferlismótandi kerfi sem er sérsniðið að einstaklingnum og byggt upp dagsskipulag með áherslu á rútínu, virkni og félagsfærniþjálfun. 

Sérsniðin búsetuúrræði

Búsetuúrræði Klettabæjar eru sérsniðin utan um þá þjónustuþega sem þar búa og er þjónustan einstaklingsmiðuð og er sett upp einstaklingsbundin þjónustuáætlun fyrir hvern og einn.

Langar þig að vita meira um búsetuúrræðin okkar?

Sendu okkur tölvupóst og við munum svara þér eins fljótt og við getum.

Sækja um
Klettabær mini logo